Offituofsóknir orðin háskólagráða?

Jæja, er það nú orðin sérstök háskólagráða að veitast að feitu fólki.  Heilsuhagfræði?  Það má ekki gleymast að á þessum 40 árum hefur heilsa íslendinga stórbatnað, hjartasjúkdómar hefur fækkað um helming og lífslíkur batnað til muna.  Ég get ekki séð að spítalarnir séu fullir af feitu fólki í andarslitrunum.

Skyndibiti?  Samkvæmt rannsóknum hjartaverndar hefur neysla á fitu stórminnkað síðustu áratugina.  Neysla á vatni hefur stóraukist svo og á grænmeti sem þekktist varla hér áður fyrr.  Menn ættu að fara varlega í að úthrópa matarræði þjóðarinnar.  Margt hefur batnað þó sumt hafi kanski versnað.  Að sjálfsögðu er áyggjuefni ef venjulegt fólk hefur ekki efni á næringarríkum og hollum mat.  því verður þó ekki breytt með því að veitast að feitum börnum og kenna því um eitthvað ímyndað heilsufarsvandamál. 

Ég minni bara á að feitt fólk sem borðar að öllu jöfnu hollan mat og hreyfir sig eitthvað má búast við að vera við hestaheilsu fram í háa elli.  Of mikil fita í matarræði hækkar að sjálfsöguð líkur á hjartasjúkdómum en þó að einhver fita sé utaná líkamanum þá er hún þar ósköp saklaus og engum hefur tekist að sanna að hún sé líkamanum óholl.


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert með sama misskilning og meirihluti þjóðarinnar. Auðvitað gott að fitumagn sé ekki of mikið, en það er ekki aðalvandamálið.

Íslendingar eru kolvetnisfíklar og við erum í raun að borða margfalt meira en við þurfum á sama tíma og neysla á próteinum fer minnkandi. Skyndibitastaðir vita þetta, af hverju heldur þú að franskar séu svona algengt meðlæti? Af hverju eru pizzur svona vinsælar? Þú sérð það líka í miðbænum að þegar fólk er búið að djamma í marga tíma án þess að borða neitt að þá er svo ráðist á kolvetnisríkan mat rétt fyrir svefninn, þetta fer svo auðvitað beint utan á mann.

Verst að fá sér kolvetni á kvöldin og því slæm hefð að hafa oft kartöflur eða franskar með kvöldmatnum. Kjöt og fiskur eru fínn maður en við eyðileggjum það oft með meðlætinu. Betra að fá sér brauð/pasta/kartöflur/sykur fyrri hluta dagsins og reyna að borða lítið af kolvetnum á kvöldin og meira af próteinum. Þetta er gott fyrir alla ekki bara þá sem stunda lyftingar.

Geiri (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:35

2 identicon

Vandamálið er að feitt fólk borðar að öllu jöfnu ekki nógu hollan mat og hreyfir sig að jafnaði of lítið.

Aragrúi er til af rannsóknum sem sýnir fram á að offita er óholl.  Heilsufarsvandamálin hrannast upp með hverju kílói og eru hjarta og æðasjúkdómar bara toppurinn á ísjakanum.

Veit ekki hvaðan þú hefur þínar upplýsingar um að engar sannanir séu fyrir óhollustu offitu.   Eitt er þó víst að ef að þú vilt fylgjast með í þessum efnum og öðrum sem tengjast lífvísindum að þá er mbl.is ekki rétti staðurinn.

Kveðja 

Jón (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Óli Þór Atlason

Offfita er áhættuþáttur númer tvö (á eftir reykingum) í helstu heilbrigðisvandamálum vestrænna þjóða.  Hér á ég við sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og sykursýki.

Óli Þór Atlason, 6.4.2008 kl. 19:28

4 identicon

Kannski hlutfallslega en reyndar er offita í heildina komið í fyrsta sæti. Reykingar eru nefnilega líka að minnka til móts við fitnandi þjóðir.

Í raun mætti eyða meira í forvarnir gegn þessu en öllum fíkniefnum til samans, enda mun þetta drepa margfalt fleiri. 

Geiri (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þórarinsson

Höfundur

Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson
Höfundur er tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • visitala02
  • visitala01
  • visitala02
  • visitala01
  • visitala02

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband