Offituofsóknir orðin háskólagráða?

Jæja, er það nú orðin sérstök háskólagráða að veitast að feitu fólki.  Heilsuhagfræði?  Það má ekki gleymast að á þessum 40 árum hefur heilsa íslendinga stórbatnað, hjartasjúkdómar hefur fækkað um helming og lífslíkur batnað til muna.  Ég get ekki séð að spítalarnir séu fullir af feitu fólki í andarslitrunum.

Skyndibiti?  Samkvæmt rannsóknum hjartaverndar hefur neysla á fitu stórminnkað síðustu áratugina.  Neysla á vatni hefur stóraukist svo og á grænmeti sem þekktist varla hér áður fyrr.  Menn ættu að fara varlega í að úthrópa matarræði þjóðarinnar.  Margt hefur batnað þó sumt hafi kanski versnað.  Að sjálfsögðu er áyggjuefni ef venjulegt fólk hefur ekki efni á næringarríkum og hollum mat.  því verður þó ekki breytt með því að veitast að feitum börnum og kenna því um eitthvað ímyndað heilsufarsvandamál. 

Ég minni bara á að feitt fólk sem borðar að öllu jöfnu hollan mat og hreyfir sig eitthvað má búast við að vera við hestaheilsu fram í háa elli.  Of mikil fita í matarræði hækkar að sjálfsöguð líkur á hjartasjúkdómum en þó að einhver fita sé utaná líkamanum þá er hún þar ósköp saklaus og engum hefur tekist að sanna að hún sé líkamanum óholl.


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Birgir Þórarinsson

Höfundur

Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson
Höfundur er tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • visitala02
  • visitala01
  • visitala02
  • visitala01
  • visitala02

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband