Hugleiðingar um óréttláta vísitölutryggingu lána

Vísitala er í raun þennsluhvetjandi því ef gengið fellur (vegna gengisfellingar á efnahagskerfinu í heild) þá hækkar vísitalan sem veldur því að það fara sjálfkrafa fleiri krónur í umferð. Þ.e. vísitölutryggðar krónur. Þessháttar innspýting á fjármagni er verðbólguhvetjandi eins og allir hagfræðingar vita þannig að með vísitölutryggingu lána er þessi sjálvirka peningainnspýting vísitölutryggingarinnar auka þennsluhvati

Einfalt dæmi er ef 1000 krónur eru í peningakerfinu óverðtryggt en 1000 krónur vísitölutryggt og gengið fellur um 20% sem mundi valda 10% vísitöluhækkun (það innlenda mundi kanski ekki hækka eins mikið) þá fara sjálfkrafa 100 kr í umferð og staðan væri þá 1000 kr óverðtryggt og 1100 kr verðtryggt. Ef gengisfellingin var sanngjörn gagnvart verðmætum vs peningar þá þarf í raun að bæti við 5% gengisfellingu í viðbót, og svo aftur 1/4 af því ´(o.s.fr.) til að jafnvægi fáist milli magn peninga í umferð og undirliggjandi verðmæta. Þetta þýðir þá í raun að gengisfellingar verða í raun meiri og valda óeðlilegri peningatilfærslu frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga verðtryggðar eignir. Óréttlátt kerfi sem þetta er hvergi annarstaðar í heiminum. Ég lagði þetta undir ónefndan hagfræðin sem svaraði mér:

Þetta er hárrétt hjá þér og þessi verðtrygging er líka mjög slæm af mörgum öðrum ástæðum. Hækkun stýrivaxta virkar lítið í hagkerfi sem býr við verðtryggingu vegna þess að t.d. fasteignaverð er falið að því marki sem bætt er við höfuðstólinn í stað þess að fólk verði að borga um leið. Verð fasteigna ræðst mest af getu einstaklingsins til þess að borga ákveðna upphæð mánaðarlega. Ef þessi upphæð er lækkuð með hundakúnstum eins og verðtryggingu þá kaupir einstaklingurinn dýrara húsnæði (eða býður of hátt í eign). Þegar markaðurinn var síðast á uppleið þá kostaði allt húsnæði sennilega 10 - 15% meira en ef fólk hefði þurft að slá lán eins og í öðrum löndum (sem greiðist niður með hverri afborgun).

Annað tæknilegt atriði varðar bankakerfið. Bankarnir hefði ekki getað leikið sér af því að fella gengið ef skuldir Íslendinga við þá hefðu ekki verið verðtryggðar. En bönkunum stóð nákvæmlega á sama um verðbólguna sem þeir sjálfir sköpuðu með gengisfellingum vegna þess að lán í íslenskum krónum hækkuðu í takt. Bankarnir græddu því á báðum endum!

tilvitnun lýkur..

 

Hér er einnig meir umræða um vísitölutryggingu hjá Bryndísi að frumkvæði Ingólfs h. Ingólfssonar:   http://bryndisisfold.eyjan.is/2008/11/10/afnam-verdtryggingar/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þórarinsson

Höfundur

Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson
Höfundur er tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • visitala02
  • visitala01
  • visitala02
  • visitala01
  • visitala02

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband